Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 05. júní 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Paolo Maldini yfirgefur Milan eftir rifrildi við eigandann
Mynd: Getty Images

Maldini fjölskyldan er í guðatölu meðal stuðningsmanna AC Milan, þar sem bæði Cesare og Paolo Maldini hafa átt stóran þátt í sögu félagsins.


Paolo Maldini lagði fótboltaskóna á hilluna 2009 og sneri aftur til félagsins í stjórnendastöðu þegar Elliott vogunarsjóðurinn keypti Milan sumarið 2018.

Maldini hefur staðið sig frábærlega í starfi sínu sem stjórnandi og vann Milan langþráðan Ítalíumeistaratitil í fyrra auk þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í ár.

Nú virðist samstarfi Milan og Maldini þó vera lokið eftir erfiðan fund með Gerry Cardinale, forseta félagsins. Maldini er ekki sáttur með stefnuna sem félagið mun taka undir eignarhaldi Cardinale og lætur því af störfum.

Ricky Massara, sem hefur starfað samhliða Maldini undanfarin ár, er einnig búinn að segja upp. Fabrizio Romano greinir frá þessu.


Athugasemdir
banner
banner