Mikið hefur verið rætt um yfirvofandi félagsskipti Alex Mac Allister frá Brighton til Liverpool.
Talið var að Liverpool þyrfti að borga 60 milljón punda riftunarákvæði í samningi Mac Allister en fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að ákvæðið sé ekki svo hátt.
Romano talar um að riftunarákvæðið sé í kringum 45 milljónir, upphæð sem Liverpool er reiðubúið til að borga fyrir þennan öfluga miðjumann.
Manchester United hafði einnig áhuga á að fá argentínska heimsmeistarann í sínar raðir en leikmaðurinn vill frekar fara til Liverpool.
Mac Allister er 24 ára gamall og mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool í vikunni.
Athugasemdir