Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 10:36
Brynjar Ingi Erluson
Fékk kvíðakast og leitaði sér hjálpar
Bernard hefur átt við andleg veikindi að stríða en er á bataveg
Bernard hefur átt við andleg veikindi að stríða en er á bataveg
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Bernard talar opinskátt um andleg veikindi og hvernig hann hefur þurft að eiga við það, í viðtali á heimasíðu Everton.

Bernard kom á frjálsri sölu frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetskt árið 2018 en hann var eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu.

Hann hefur komið mikið við sögu hjá Everton á þessari leiktíð en hann hefur spilað 25 leiki, skorað 3 mörk og lagt upp tvö.

Bernard er afar einlægur í viðtali á heimasíðu Everton en hann ræðir þar andleg veikindi og stórt kvíðakast sem breytti lífi hans.

„Ég hef verið að hitta sálfræðing síðasta árið. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki pælt í áður og ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég þyrfti ekki á slíkri meðferð. Ég sé samt núna að ég hef þróast sem manneskja og þetta hefur hjálpað mér í vinnunni," sagði Bernard.

„Ég hef aldrei rætt þetta áður en finnst mikilvægt að einhver sjá þetta og að það hjálpi að hitta sálfræðing. Ég fékk svakalegt kvíðakast fyrir um það bil ári síðan og sálfræðingurinn hjálpaði mér í þessu ferli og aðrir fagmenn hafa einnig sýnt mér mikinn stuðning."

„Ég sóttist eftir því að fá hjálp því ég þurfti virkilega á henni að halda. Ef ég hefði vitað hversu mikið þessi sálfræðingur ætti eftir hjálpa mér og ekki bara þegar það kemur að kvíða, heldur líka til að auka lífsgæðin, þá hefði ég beðið strax um hjálp."

„Ég er sterkari fyrir vikið og er betri manneskja, töluvert jákvæðari og með meira sjálfstraust. Við erum öll brothætt fyrir alls konar aðstæðum og þannig er það með allar manneskjur. Ég sé mörg dæmi um að fólk er tregt við að leita sér hjálpar og þurfa ekki á lyfjum að halda sem geta hjálpað við meðferðina. Þetta kom mér virkilega á óvart þessi meðferð því ég er týpan sem byrgir allt inn og var mjög lokaður."

„Núna hef ég opnað mig um allt við þennan sálfræðing og stundum finnst mér óþægilegt að tala um ákveðna hluti,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner