Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason hefur ekkert getað leikið með sænska úrvalsdeildarliðinu Sirius á þessari leiktíð vegna meiðsla. Aron kom til félagsins fyrir þessa leiktíð frá Újpest í Ungvjerlandi, en hann spilaði með Val á lánssamningi síðasta sumar.
Hann sagði í samtali við mbl.is að hann sé búinn að vera kljást við meiðsli sem hann varð fyrir rétt fyrir tímabilið. Erfiðlega hefur gengið að finna út úr hvað ami að honum en nú virðist vera komin einhvern niðurstaða í málið.
Það stefnir í að hann sé á leið í aðgerð en óljóst er hversu lengi hann verður frá.
Sirius vann 2-1 sigur á Mjallby í gær og er liðið í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir 9 leiki.
Athugasemdir