Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumasumar hjá Manchester United?
Manchester United er að reyna að kaupa Camavinga.
Manchester United er að reyna að kaupa Camavinga.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að vinna í því að kaupa miðjumanninn Eduardo Camavinga frá Rennes í Frakklandi.

Camavinga er aðeins 18 ára gamall en hann er einn efnilegasti leikmaður í heimi. Þrátt fyrir ungan aldur er hann búinn að spila þrjá A-landsleiki fyrir Frakkland, en það kemst ekki hver sem er í það landslið.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano er mjög áreiðanlegur en hann segir að United sé að vinna í því að kaupa hann. Rennes er víst tilbúið að selja leikmanninn efnilega á 30 milljónir evra þar sem hann verður samningslaus næsta sumar.

Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga á honum, en Romano segir að leikmaðurnn sé bæði opinn fyrir United og PSG.

Manchester United er nú þegar búið að ná samkomulagi um kaup á Jadon Sancho, kantmanni Borussia Dortmund, og er núna að vinna í því að kaupa miðvörðinn Raphael Varane frá Real Madrid og Camavinga frá Rennes.

Það er óhætt að segja að það yrði algjört draumasumar fyrir United ef þessir þrír leikmenn myndu allir koma til félagsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner