Dennis Hadzikadunic, leikmaður Malmö, var ekkert sérstaklega hrifinn af uppátæki Kristals Mána Ingasonar í fyrri hálfleiknum er hann fékk rauða spjaldið fyrir fagnaðarlæti sín, en hann segir að hann hafi brugðist liðsfélögum sínum.
Lestu um leikinn: Malmö 3 - 2 Víkingur R.
Kristall var líflegur í liði Víkinga en leikmenn sænska liðsins spörkuðu hann ítrekað niður og ætluðu ekki að leyfa honum að njóta þess að vera með boltann.
Víkingurinn fékk gula spjaldið fyrir meinta dýfu í fyrri hálfleiknum áður en hann jafnaði metin á 38. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu Pablo Punyed.
Hann fagnaði svo með því að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö og uppskar sitt annað gula spjald og Víkingar því manni færri.
Hazkiadunic var ekki skemmt yfir þessu uppátæki Kristals.
„Ég fattaði ekki einu sinni hvað var í gangi og hvað hafði gerst, en staðreyndin er sú að þetta var ógeðslega heimskulegt og skildi liðið eftir í skítnum," sagði varnarmaðurinn öflugi við Expressen.
Sjá einnig:
Kristall Máni: Þetta var heimskulegt og ég vissi ekki að ég gæti fengið spjald fyrir þetta
Arnar Gunnlaugs: Get ekki verið reiður út í Kristal
Toivonen - „Held að hann kunni ekki reglurnar"
Athugasemdir