Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 05. september 2016 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Hinir sóknarmennirnir tilbúnir að stíga upp"
Fréttamannafundur Íslands í Úkraínu
Icelandair
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Undirbúningurinn hefur verið afslappaður en æfingarnar snarpar og góðar. Það er verið að koma mönnum í gírinn eftir langt og strangt sumar," segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Aron sat fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á fjölmennum fréttamannafundi íslenska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Þar leikur Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni HM í kvöld, gegn Úkraínu.

Sjáðu fundinn í heild sinni hér að ofan

Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með í leiknum vegna meiðsla í hné en Heimir sagði á fréttamannafundinum að það myndi ekki breyta neinu varðandi leikáætlun liðsins í leiknum.

„Það er auðvitað erfitt að missa leikmann eins og Kolbein," segir Aron Einar. „Hann er varafyrirliði okkar og er góður leikmaður sem lék vel á EM. En þetta er staðreynd og maður kemur í manns stað. Aðrir sóknarmenn okkar hafa lagt mikið á sig til að komast í liðið og nú er komið að þeim að sýna sig. Það er mikil samkeppni í hópnum og það er bara hollt. Menn eru tilbúnir að stíga upp."

„Ég vil fá hungur og vilja áfram í þetta. Baráttu fyrir okkar þjóð. Við höfum margoft sýnt að við erum í þessu til að leggja okkur fram fyrir þjóðina og það verður að halda áfram. Þó við höfum verið hátt uppi í sumar þá viljum við finna þá tilfinningu aftur. Næsta verkefni hjá okkur er að reyna að komast á HM," segir Aron en fundurinn er í heild hér að neðan.
Athugasemdir
banner