Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 05. september 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor: Er hálf orðlaus
Icelandair
Guðlaugur Victor og Jón Daði í baráttu við Raheem Sterling.
Guðlaugur Victor og Jón Daði í baráttu við Raheem Sterling.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson var maður leiksins þegar Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Englandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Ég er hálf orðlaus einhvern veginn. Eftir þetta 'graft' í okkur og þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann. Maður var svekktur, svo ánægður og svo var maður enn svekktari," sagði Guðlaugur Victor í samtali við Stöð 2 Sport.

Guðlaugur kom inn á miðjuna í þessum leik og fyllti það skarð sem Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, skildi eftir sig.

„Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, búinn að vera bíða eftir að geta sýnt mitt rétta andlit með landsliðinu."

„Þeir eiga engin færi þannig séð. Við erum ógeðslega flottir. Svo fá þeir víti... en við hefðum líka getað skorað úr okkar víti og farið héðan sáttir. Það er eins og gengur og gerist í fótbolta. Það eru skin og skúrir í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner