Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Björgvin: Aðrir sem tóku við keflinu
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var dramatískur leikur og mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur heima í stofu, og fyrir áhorfendur sem voru á bak við mörkin," sagði Hörður Björgvin Magnússon í viðtali eftir naumt tap gegn Englandi.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Við gerðum rosalega vel og ég er mjög stoltur af liðinu. Ég sá ekki hvort hann fór í höndina á Sverri, en hann dæmdi víti og þeir skoruðu. Svo fáum við víti og við klúðruðum því. Þetta var 50/50."

„Við göngum stoltir frá en svekktir, mjög svekktir."

„Menn fylltu í það skarð sem vantaði. Það voru aðrir sem tóku við keflinu og gerðu það rosalega vel. Þetta var skemmtilegur leikur, en mjög skrítinn í ljósi þess að það voru ekki áhorfendur."

„Við vorum þéttir og við lögðum upp með það. Auðvitað eru þetta hraðir leikmenn og heimsklassa leikmenn í öllum stöðum hjá þeim. Við gerðum vel varnarlega og ég er mjög ánægður hvernig við spiluðum sem heild."
Athugasemdir
banner