mán 05. september 2022 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Di María æfði en verður ekki með gegn PSG
Mynd: EPA
Á morgun hefst riðlakeppni Meistaradeildarinnar með átta leikjum. Meðal leikja er viðureign PSG og Juventus sem fram fer í París og hefst klukkan 19:00 á íslenskum tíma.

Nokkrir leikmenn Juventus hafa spilað með PSG. Tveir þeirra komu til Juve í sumar og eru það þeir Angel Di María og Leandro Paredes.

Annar þeirra verður ekki með á morgun því Di María er ekki í hópnum sem fer til Parísar. Argentínumaðurinn æfði með Juve í morgun en ferðast ekki með í leikinn. Hann fékk högg á kálfann þegar Juve lék gegn Fiorentina á laugardag og fór af velli í hálfleik.

Paredes mætti til Tórínó í síðustu viku frá PSG og snýr aftur á heimavöll PSG á morgun. Adrian Rabiot var ekki með gegn Fiorentina en hann er í liðinu, Rabiot kom til Juve frá PSG sumarið 2019.

Alex Sandro er tæpur en er þó í hópnum og þá má búast við því að Dusan Vlahovic byrji leikinn eftir að hafa ekki spilað gegn Fiorentina á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner