Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. september 2022 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann er búinn að vera tæpur hann Guðjón"
Guðjón Orri Sigurjónsson - Gaui Carra
Guðjón Orri Sigurjónsson - Gaui Carra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær þegar Jón Kristinn Elíasson byrjaði í marki ÍBV þegar liðið mætti Víkingi í Bestu deildinni. Guðjón Orri Sigurjónsson hefur varið mark ÍBV frá því snemma móts en hann var á bekknum í gær.

Guðjón kom þó inn eftir 40 mínútna leik þar sem Jón Kristinn fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Loga Tómassyni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var spurður út í Guðjón eftir leik.

„Hann er búinn að vera tæpur hann Guðjón, fór í sprautu og við ætluðum að reyna láta hann ná sér 100%. En hann fékk bara smá pásu," sagði Hermann.

Guðjón er þrítugur og kom frá KR í vetur. Hann hefur leikið fimmtán leiki með ÍBV í Bestu deildinni. Það er það mesta sem hann hefur spilað á ferlinum í efstu deild en hann lék þrettán leiki sumarið 2015.
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner