Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 05. september 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Berg: Finnst vanta fyrrverandi leikmenn í VAR-herbergið
West Ham virtist vera að jafna í 2-2 gegn Chelsea á 90. mínútu á laugardag þegar Maxwel Cornet kom boltanum í netið á makri Chelsea.

Markið fékk ekki að standa eftir skoðun í VAR, Jarrod Bowen var dæmdur brotlegur - átti að hafa brotið á Edouard Mendy markverði Chelsea. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Chelsea.

Sjá einnig:
Moyes æfur út í dómarann: Hlægilega léleg ákvörðun
Yfir 100 þúsund manns líkar við færslu Declan Rice um dómgæsluna

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var gestur í Vellinum á Síminn Sport í gær. Þar var umferðin gerð upp og rætt var um atvikið á Stamford Bridge.

„Mér fannst þetta vera mark, hann rétt snertir Mendy þarna og Mendy auðvitað með frábæran leikaraskap og heldur um öxlina. Þetta var bara mark," sagði Jói.

„Þetta er kannski bara leikskilningurinn hjá dómurunum. Mér finnst vanta fyrrverandi leikmenn í VAR-herbergið sem hafa meiri skilning en dómararnir. Dómurunum finnst mér held ég erfitt að kyngja því stolti að fá leikmenn inn í VAR-herbergið."

„Ef þú ert með mann sem er með leikskilning í þesum aðstæðum þá kemur rétt útkoma út. Hann vissi alveg að það væri ekkert að Mendy. Leikmaður hefði séð það held ég,"
sagði Jói. Klippuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner