Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 05. september 2022 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Ingi til VVV-Venlo (Staðfest)
Kristófer Ingi í treyju VVV-Venlo
Kristófer Ingi í treyju VVV-Venlo
Mynd: VVV Venlo
Kristófer Ingi Kristinsson er genginn í raðir hollenska félagsins VVV-Venlo og skrifar hann undir samning sem gildir fram á næsta sumar. Venlo er sem stendur í 3. sæti næst efstu deildar í Hollandi, með tólf stig eftir fimm leiki.

Kristófer kemur á frjálsri sölu þar sem hann rifti samningi sínum við danska félagið SönderjyskE í síðustu viku. Í samningi Kristófers er möguleiki á árs framlengingu.

Kristófer þekkir ágætlega til í Hollandi því hann var á mála hjá Willem II á árunum 2016-2019 og var þá veturinn 2020-21 á láni hjá Jong PSV frá Grenoble í Frakklandi.

„Ég þekki VVV frá því ég var í Hollandi og ég held að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig til að þróa minn leik frekar. Áform félagsins og mitt hlutverk í þeim áformum heilla mig. Í ofanálag er VVV með frábæra stuðningsmenn og mér finnst það mikilvægt. Vonandi get ég gert þá glaða með mörgum mörkum og stoðsendingum, því til þess er ég hérna," sagði Kristófer.

Hann er 23 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Stjörnunni. Á sínum tíma lék hann sjö leiki með U21 landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner