Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani er nýr leikmaður Man Utd (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Úrúgvæska goðsögnin Edinson Cavani er búin að skrifa undir eins árs samning við Manchester United með eins árs framlengingu sé ákveðnum skilyrðum mætt.

Cavani gerði garðinn frægan með Napoli og var svo seldur til Paris Saint-Germain þar sem hann skoraði 200 mörk í 300 leikjum.

Cavani er 33 ára og var lengi talinn meðal bestu sóknarmanna heims en hann gerði aðeins 7 mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð.

Man Utd er talið greiða um 30 milljónir punda í heildina þó Cavani komi á frjálsri sölu. 20 milljónir fara í laun og 10 eru þóknun umboðsmanns.

Cavani mun líklega berjast við Anthony Martial um stöðu fremsta sóknarmanns, en Odion Ighalo er einnig hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner