Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 05. október 2020 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Treyjur merktar Heath og Press vinsælli en hjá strákunum í Man Utd
Kvenaboltinn
Kvennalið Manchester United gekk frá samningum við tvo öfluga leikmenn á dögunum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Tobin Heath og Christen Press, báðar framherjar. Þær eiga báðar meira en 100 landsleiki fyrir Bandaríkin, besta landslið heims.

Heath, sem er 32 ára, kom frá Portland Thorns í Bandaríkjunum og Press, sem er 31 árs, kom frá Utah Royals. Heath var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá Portland og Press var liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur í Utah. Bæði Dagný og Gunnhildur eru núna komnar heim í Pepsi Max-deildina.

Kvennalið Manchester United var stofnað 2018 og er á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í fjórða sæti í fyrra.

Heath og Press eru mjög vinsælar en fram kemur hjá Daily Mail að treyjur merktar þeim hafi rokselst nýverið. Treyjur með nöfnum þeirra seldust meira en hjá nokkrum leikmanni karlaliðsins, fyrstu þrjá dagana eftir að þær sömdu við Manchester United.

Man Utd er í fjórða sæti ensku kvennadeildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki spilaða.


Athugasemdir
banner