Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir hefði getað farið til Feneyja eins og Bjarki og Óttar
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson gekk fyrr í kvöld í raðir Brentford á Englandi á lánsamningi frá HK sem gildir út tímabilið. Brentford hefur forkaupsrétt á honum eftir að láninu lýkur.

Valgeir, sem er 18 ára, getur bæði spilað sem hægri bakvörður og hægri kantur. Hann hefur lykilmaður í liði HK í Pepsi Max-deildinni.

Brentford tapaði úrslitaleik umspils Championship deildarinnar í fyrra og mun Valgeir spila fyrir B-lið félagsins, líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson hefur gert undanfarin ár. Patrik er í dag markvörður Viborg í Danmörku, að láni frá Brentford.

Valgeir segir í samtali við Morgunblaðið að valið hafi staðið á milli tveggja félaga. Hitt félagið var Venezia á Ítalíu sem er orðið mikið Íslendingafélag.

„Mér fannst Brent­ford sýna mér meiri áhuga og þeir gerðu meira til þess að fá mig. Þeir hafa fylgst með mér síðan í janú­ar og þeir lögðu meira kappa á að fá mig. Eins þá fannst mér Brent­ford henta mér bet­ur sem næsta skref á mín­um ferli," sagði Valgeir í viðtali við Morgunblaðið, en Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson sömdu nýverið við Venezia sem er í ítölsku B-deildinni.

Valgeir mun spila með Brentford B, varaliði Brentford til að byrja með.

Sjá einnig:
Þjálfari Brentford: Valgeir mun smellpassa í hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner