Klukkan 15:30 hefst viðureign ÍBV og FH í neðri hluta Bestu deildarinnar. Upprunalega átti leikurinn að fara fram um liðna helgi en vegna þátttöku FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þurfti að fresta leiknum. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í neðri hlutanum en þar fara alls fram fimm umferðir.
Þetta er fyrsti leikur ÍBV í rúmar tvær vikur en FH mætti Víkingi á laugardag í bikarúrslitunum. Sá leikur fór alla leið í framlengingu þar sem Víkingur hafði betur.
Þetta er fyrsti leikur ÍBV í rúmar tvær vikur en FH mætti Víkingi á laugardag í bikarúrslitunum. Sá leikur fór alla leið í framlengingu þar sem Víkingur hafði betur.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 FH
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Breiðabliki þann 17. september. Guðjón Ernir Hrafnkelsson tekur út leikbann og þeir Andri Rúnar Bjarnason og Kundai Benyu taka sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Jón Ingason, Halldór Jón Sigurður Þórðarson og Atli Hrafn Andrason.
Þjálfarateymi FH gerir fjórar breytingar á liðinu frá því á laugardag. Þeir Eggert Gunnþór Jónsson, Matthías Vilhjálmsson og Oliver Heiðarsson setjast á bekkinn en Vuk Oskar Dimitrijevic er ekki í hópnum í dag. Inn í liðið koma þeir Jóhann Ægir Arnarsson, Baldur Logi Guðlaugsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Steven Lennon.
Byrjunarlið ÍBV:
0. Guðjón Orri Sigurjónsson
0. Arnar Breki Gunnarsson
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
8. Telmo Castanheira
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono
Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Ástbjörn Þórðarson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir