
„Tilfinning er mjög góð, þetta er draumur að verða að veruleika," segir Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar, um það að að vera komin inn í A-landsliðshópinn.
Jasmín var á dögunum kölluð inn í A-landsliðið á nýjan leik eftir að Elín Metta Jensen lagði skóna á hilluna.
Jasmín Erla átti stórkostlegt sumar með Stjörnunni og endaði sem markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar þrátt fyrir að leika oftast sem sóknarsinnaður miðjumaður.
„Við vorum góðar í sumar enda með geggjaðan hóp og flott þjálfarateymi. Þetta var alltaf markmiðið," sagði Jasmín um tímabilið hjá Stjörnunni í samtali við KSÍ TV. Stjarnan endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar og leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Framundan er mikilvægur leikur hjá landsliðinu þar sem liðið leikur annað hvort við Belgíu eða Portúgal um sæti á HM. Jasmín er ánægð með að vera komin inn í hópinn og segir að það hafi verið vel tekið á móti sér.
„Þetta hefur verið mjög 'nice', stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og þetta er mjög gaman," sagði Jasmín í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Sjá einnig:
Stelpurnar komnar til Portúgals - Skýrist á morgun með andstæðing
KSÍ TV ræddi einnig við Jasmín Erlu Ingadóttur.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 5, 2022
„Draumur að verða að veruleika," segir Jasmín um að vera komin í hóp A kvenna.#dottir #alltundir pic.twitter.com/aIvOlHVPiH
Athugasemdir