
Stelpurnar okkar eru komnar út til Portúgals þar sem undirbúningur er hafinn fyrir einn mikilvægasta leik sögunnar hjá A-landsliði kvenna.
Í næsta viku mæta stelpurnar annað hvort Belgíu eða Portúgal í það sem verður líklega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Belgía og Portúgal mætast í leik á morgun og sigurvegarinn úr þeim leik fer áfram í úrslitaleikinn gegn Íslandi.
Stelpurnar taka undirbúning sinn í Portúgal og fljúga svo annað hvort innanlands þar í landi eða til Belgíu þegar það skýrist hver andstæðingurinn verður.
Ísland hefur aldrei komist inn á HM áður en möguleikinn hefur aldrei verið stærri en núna.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem KSÍ var að birta af æfingu hjá stelpunum í dag. Þar má meðal annars sjá Jasmín Erlu Ingadóttur, markahæsta leikmann Bestu deildarinnar, sem var nýverið kölluð inn í hópinn fyrir Elínu Mettu Jensen sem ákvað að hætta í fótbolta.
Back at it🇮🇸#dottir #alltundir pic.twitter.com/msdj4oHAIY
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 5, 2022
Athugasemdir