Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   fim 05. október 2023 20:22
Kári Snorrason
Anton Logi: Ég bjóst við þeim sterkari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fékk Zorya Luhansk í heimsókn frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag og tapaði leiknum 0-1 eftir að hafa sýnt hetjulega baráttu á Laugardalsvelli. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

„Ótrúlega sárt að tapa þessum leik. Mér fannst við spila vel, sama saga á móti þessum Evrópuliðum sem eru fyrirfram sterkari en við. Við vorum góðir milli teiganna en svo náðum við ekki að klára færin okkar. Í markinu náði ég ekki að verjast manninum og þeir refsa, í svona leik eru þannig mistök dýr."

„Mér persónulega fannst munurinn á liðunum meiri en ég bjóst við. Mér fannst við miklu betri í leiknum, ég bjóst við þeim sterkari. En þeir eru atvinnumannalið og sýna gæðin til að klára leikinn 1-0. "

Hafði umræða síðustu daga um að Óskar Hrafn væri mögulega að yfirgefa Breiðablik áhrif á liðið?

„Ég hef lesið þetta, ég get ekki svarað fyrir Óskar. Hann er „dedicated" hjá Breiðablik og mér fannst frammistaðan endurspegla það. Hann er þjálfari Breiðabliks og maður pælir ekki í neinu öðru."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner