Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 05. október 2023 20:22
Kári Snorrason
Anton Logi: Ég bjóst við þeim sterkari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fékk Zorya Luhansk í heimsókn frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag og tapaði leiknum 0-1 eftir að hafa sýnt hetjulega baráttu á Laugardalsvelli. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

„Ótrúlega sárt að tapa þessum leik. Mér fannst við spila vel, sama saga á móti þessum Evrópuliðum sem eru fyrirfram sterkari en við. Við vorum góðir milli teiganna en svo náðum við ekki að klára færin okkar. Í markinu náði ég ekki að verjast manninum og þeir refsa, í svona leik eru þannig mistök dýr."

„Mér persónulega fannst munurinn á liðunum meiri en ég bjóst við. Mér fannst við miklu betri í leiknum, ég bjóst við þeim sterkari. En þeir eru atvinnumannalið og sýna gæðin til að klára leikinn 1-0. "

Hafði umræða síðustu daga um að Óskar Hrafn væri mögulega að yfirgefa Breiðablik áhrif á liðið?

„Ég hef lesið þetta, ég get ekki svarað fyrir Óskar. Hann er „dedicated" hjá Breiðablik og mér fannst frammistaðan endurspegla það. Hann er þjálfari Breiðabliks og maður pælir ekki í neinu öðru."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner