Breiðablik fékk Zorya Luhansk í heimsókn frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag og tapaði leiknum 0-1 eftir að hafa sýnt hetjulega baráttu á Laugardalsvelli. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Zorya Luhansk
„Ótrúlega sárt að tapa þessum leik. Mér fannst við spila vel, sama saga á móti þessum Evrópuliðum sem eru fyrirfram sterkari en við. Við vorum góðir milli teiganna en svo náðum við ekki að klára færin okkar. Í markinu náði ég ekki að verjast manninum og þeir refsa, í svona leik eru þannig mistök dýr."
„Mér persónulega fannst munurinn á liðunum meiri en ég bjóst við. Mér fannst við miklu betri í leiknum, ég bjóst við þeim sterkari. En þeir eru atvinnumannalið og sýna gæðin til að klára leikinn 1-0. "
Hafði umræða síðustu daga um að Óskar Hrafn væri mögulega að yfirgefa Breiðablik áhrif á liðið?
„Ég hef lesið þetta, ég get ekki svarað fyrir Óskar. Hann er „dedicated" hjá Breiðablik og mér fannst frammistaðan endurspegla það. Hann er þjálfari Breiðabliks og maður pælir ekki í neinu öðru."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir