Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
banner
   fim 05. október 2023 20:22
Kári Snorrason
Anton Logi: Ég bjóst við þeim sterkari
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fékk Zorya Luhansk í heimsókn frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag og tapaði leiknum 0-1 eftir að hafa sýnt hetjulega baráttu á Laugardalsvelli. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

„Ótrúlega sárt að tapa þessum leik. Mér fannst við spila vel, sama saga á móti þessum Evrópuliðum sem eru fyrirfram sterkari en við. Við vorum góðir milli teiganna en svo náðum við ekki að klára færin okkar. Í markinu náði ég ekki að verjast manninum og þeir refsa, í svona leik eru þannig mistök dýr."

„Mér persónulega fannst munurinn á liðunum meiri en ég bjóst við. Mér fannst við miklu betri í leiknum, ég bjóst við þeim sterkari. En þeir eru atvinnumannalið og sýna gæðin til að klára leikinn 1-0. "

Hafði umræða síðustu daga um að Óskar Hrafn væri mögulega að yfirgefa Breiðablik áhrif á liðið?

„Ég hef lesið þetta, ég get ekki svarað fyrir Óskar. Hann er „dedicated" hjá Breiðablik og mér fannst frammistaðan endurspegla það. Hann er þjálfari Breiðabliks og maður pælir ekki í neinu öðru."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner