Klukkan 16:15 hefst leikur Vals og Breiðabliks í Bestu deild kvenna. Um er að ræða lokaleik deildarinnar en þetta er hreinn og beinn úrslitaleikur um titilinn. Svo Blikar verði meistarar þurfa þær að vinna eða gera jafntefli. Valskonur verða að vinna í dag skyldu þær verða meistarar.
Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Breiðablik
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gerir alls tvær breytingar á Valsliðinu frá 2-1 sigrinum á Víkingi dögunum. Þær Katie Cousins og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir koma inn í liðið fyrir þær Elísu Viðarsdóttur og Nadíu Atladóttur.
Katie Cousins hefur ekki verið í hóp Vals í seinustu tveimur deildarleikjunum vegna meiðsla en er mætt í byrjunarliðið í dag sem er stórt.
Það eru gerðar engar breytingar á Blikaliðinu eftir 4-2 sigrinum á FH í Kópavoginum á dögunum. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, heldur sig við sama liðið sem vann FH á dögunum.
Byrjunarlið Valur:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir
Byrjunarlið Breiðablik:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir