HM U20 er í fullum gangi þessa dagana og eru aðeins fjórir leikir eftir af riðlakeppninni, sem fara fram í dag.
Það er ýmislegt sem kemur á óvart á HM í ár, þar sem U20 lið Marokkó hefur verið að gera magnaða hluti og tókst að slá Brasilíu úr leik.
Marokkó vann 2-0 gegn Spáni og 2-1 gegn Brasilíu áður en liðið tapaði svo fyrir Mexíkó í lokaumferð riðilsins.
Mexíkó náði að gera 2-2 jafntefli við bæði Spán og Brasilíu og fer því áfram í 16-liða úrslitin ásamt Marokkó. Spánn endar í þriðja sæti riðilsins fer áfram í útsláttarkeppnina sem ein af fjórum þjóðum með besta árangurinn í þriðja sæti.
Japan, Síle, Úkraína, Paragvæ, Argentína og Ítalía eru einnig búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. Mótið er haldið í Síle.
Alejo Sarco, leikmaður Argentínu og Bayer Leverkusen, er markahæstur hingað til á mótinu ásamt Gilberto Mora sem er aðeins 16 ára gamall og leikur fyrir Mexíkó og Club Tijuana.
Þeir eiga þrjú mörk eftir þrjá leiki, en Benjamin Cremaschi í liði Bandaríkjanna er líka með þrjú mörk og með leik til góða. Cremaschi er samningsbundinn Parma á Ítalíu.
Leikir dagsins
20:00 Nýja-Kaledónía - Frakkland
20:00 Suður-Afríka - Bandaríkin
23:00 Nígería - Kólumbía
23:00 Sádi-Arabía - Noregur
Athugasemdir