Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Le Bris: Vorum sterkara liðið í seinni hálfleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Régis Le Bris þjálfari Sunderland svaraði spurningum eftir 2-0 tap gegn Manchester United í gær.

Nýliðar Sunderland hafa farið furðu vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru með 11 stig eftir 7 umferðir og var þetta aðeins annar tapleikur liðsins á deildartímabilinu.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur þó það séu erfiðir tímar hjá Manchester United núna. Þetta er samt alltaf gott lið með fullt af gæðamiklum leikmönnum innanborðs og því miður réðum við ekki við þá," sagði Le Bris, sem neitaði að tjá sig um dómaraákvarðanir.

„Við vorum pirraðir þegar við fórum inn í búningsklefann 2-0 undir í leikhlé útaf því að við vissum að við gætum spilað betur. Við vorum miklu betri í seinni hálfleiknum og vorum sterkara liðið á vellinum, en okkur tókst bara ekki að skora. Þetta voru góð viðbrögð en þau komu of seint, staðan var orðin 2-0 og við náðum ekki að minnka muninn.

„Ég held ekki að þetta sé leikkerfinu að kenna, þetta hefur mögulega meira að gera með sjálfstraust. Við vorum lélegir fyrsta hálftíma leiksins, við vorum ekki að spila eins og úrvalsdeildarliði sæmir. Þetta lagaðist sem betur fer eftir leikhlé."


Nú fara leikmenn Sunderland inn í landsleikjahlé og taka svo á móti Wolves á Leikvangi ljóssins þarnæstu helgi. Le Bris hefur mikla trú á leikmannahópinum sínum.

„Við erum ungt lið og leikmenn þekkja ekki vel inn á hvorn annan. Við þurfum meiri tíma til að smella betur saman, við áttum okkur á því að við erum í mjög erfiðri deild og það verður ekki auðvelt að ná okkar markmiðum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
6 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
7 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
8 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
9 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
10 Everton 6 2 2 2 7 6 +1 8
11 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
12 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
13 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
14 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner