
Þróttur tapaði illa 4-0 gegn FH í kaplakrikanum í dag, spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar
„Fyrstu viðbrögð, kannski svona svíður aðeins en við bara mættum feykilega öflugu FH liði. FH er búið að spila í sumar þennan leik, þegar þær ná upp sínum leik þá er erfitt að eiga við þær. Það er kraftur í þeim, þær eru beinskeyttar, þær eru með leikmenn sem að ógna vel aftur fyrir og þær voru gríðarlega sterkar í dag."
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 Þróttur R.
„1-0 staða í hálfleik, það var svona, eftir að FH hafði verið sterkari en við erum vel inn í leiknum. 2-0 síðan strax á upphafsmínútum gerði þetta svolítið erfitt en ekki ómögulegt en bara alveg sanngjarnt ef maður gerir leikinn upp að þá var Mollee feykilega góð í markinu hjá okkur og bjargaði okkur frá stærra tapi. Þetta var vondur dagur hjá okkur og frábær dagur hjá FH liðinu.“
Þetta var mikilvægur leikur í dag fyrir bæði liðin sem berjast um Evrópusæti, steig pressan Þróttaraliðinu til höfuðs?
„Nei, nei, nei alls ekki, við skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik. Þetta eru 2 lið sem eru búin að vera á þessum stað í allt sumar og annað liðið bara feykilega gott í dag, hitt var ekki eins gott og bara verðskuldaði sigurinn."
„Tveir leikir eftir af mótinu og þegar mótið er búið þá svona skoðum við það, það eru punktar sem tapast hér og þar, það töpuðust þrír í dag. Þetta er enginn heimsendir en ég veit að liðið getur spilað betur en í dag."
Þróttarar skoruðu mark í fyrri hálfleik í stöðunni 1-0 en var dæmt af vegna rangstöðu, var þetta rangstæða?
„Ég treysti dómaranum og aðstoðardómaranum 100% til að meta þetta, þetta var ekki það sem skildi að í dag.“
Viðtalið í heild má svo sjá í spilaranum hér að ofan