Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
   sun 05. október 2025 17:13
Snæbjört Pálsdóttir
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur tapaði illa 4-0 gegn FH í kaplakrikanum í dag, spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar

„Fyrstu viðbrögð, kannski svona svíður aðeins en við bara mættum feykilega öflugu FH liði. FH er búið að spila í sumar þennan leik, þegar þær ná upp sínum leik þá er erfitt að eiga við þær. Það er kraftur í þeim, þær eru beinskeyttar, þær eru með leikmenn sem að ógna vel aftur fyrir og þær voru gríðarlega sterkar í dag."


Lestu um leikinn: FH 4 -  0 Þróttur R.

„1-0 staða í hálfleik, það var svona, eftir að FH hafði verið sterkari en við erum vel inn í leiknum. 2-0 síðan strax á upphafsmínútum gerði þetta svolítið erfitt en ekki ómögulegt en bara alveg sanngjarnt ef maður gerir leikinn upp að þá var Mollee feykilega góð í markinu hjá okkur og bjargaði okkur frá stærra tapi. Þetta var vondur dagur hjá okkur og frábær dagur hjá FH liðinu.“

Þetta var mikilvægur leikur í dag fyrir bæði liðin sem berjast um Evrópusæti, steig pressan Þróttaraliðinu til höfuðs?

„Nei, nei, nei alls ekki, við skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik. Þetta eru 2 lið sem eru búin að vera á þessum stað í allt sumar og annað liðið bara feykilega gott í dag, hitt var ekki eins gott og bara verðskuldaði sigurinn."

„Tveir leikir eftir af mótinu og þegar mótið er búið þá svona skoðum við það, það eru punktar sem tapast hér og þar, það töpuðust þrír í dag. Þetta er enginn heimsendir en ég veit að liðið getur spilað betur en í dag."

Þróttarar skoruðu mark í fyrri hálfleik í stöðunni 1-0 en var dæmt af vegna rangstöðu, var þetta rangstæða?

„Ég treysti dómaranum og aðstoðardómaranum 100% til að meta þetta, þetta var ekki það sem skildi að í dag.“

Viðtalið í heild má svo sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner