Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 10:28
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid undirbýr djarft tilboð í Rodri - Maguire til Sádi-Arabíu?
Powerade
Real Madrid ætlar að reyna við Rodri
Real Madrid ætlar að reyna við Rodri
Mynd: EPA
Harry Maguire er orðaður við félög í Sádi-Arabíu
Harry Maguire er orðaður við félög í Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Michael Olise er áfram orðaður við Liverpool
Michael Olise er áfram orðaður við Liverpool
Mynd: EPA
Óvæntir og áhugaverðir molar eru í Powerade-slúðurpakkanum á þessum fína sunnudegi, en Liverpool, Manchester United og Manchester City koma öll fyrir í pakkanum.

Real Madrid er að undirbúa djarft tilboð í Rodri (29), miðjumann Manchester City á Englandi, en félagið er sagt reiðubúið að greiða um það bil 130 milljónir punda fyrir spænska landsliðsmanninn. (Star)

Harry Maguire (32), miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, er á óskalista Al Ettifaq og Al Nassr í Sádi-Arabíu. (Sunday Mirror)

Englendingurinn er með framlengingarákvæði í samningi sínum, en talið er ólíklegt að Man Utd nýti það. (Sunday Express)

Liverpool er reiðubúið að eyða 130 milljónum punda í franska vængmanninn Michael Olise (23) á næsta ári. Olise er samningsbundinn Bayern München, en Liverpool sér hann sem hinn fullkomna arftaka Mohamed Salah. (Fichajes)

Christoph Freund, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, segist hins vegar sjá Olise spila næstu sjö, átta eða níu árin í Þýskalandi. (Sky Sports)

Liverpool vill ekki leyfa franska varnarmanninum Ibrahima Konate (26) að fara frá félaginu í janúar. Samningur Konate rennur út eftir tímabilið en Liverpool vill gera nýjan samning við leikmanninn þrátt fyrir slaka byrjun hans á leiktíðinni. (Football Insider)

Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, telur að Ruben Amorim verðskuldi það að taka heilt tímabil á Old Trafford. (The I)

Xavi, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur ráðlagt umboðsmönnum sínum að hafna tilboðum frá Sádi-Arabíu. Hann vill vera klár ef stjórastaðan hjá Man Utd losnar. (CaughtOffside)

Brentford er tilbúið að borga Villarreal 26 milljónir punda fyrir kamerúnska framherjann Etta Eyong (21). (Fichajes)

Barcelona ætla að reyna að fá Nico Schlotterbeck (25), varnarmann Borussia Dortmund og þýska landsliðsins, en hann rennur út á samningi á næsta ári. (Sport)

Bayern München hefur eyrnamerkt franska markvörðinn Mike Maignan (30) sem arftaka Manuel Neuer (39). (Teamtalk)

Inter Miami er í viðræðum við spænska vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon (28), en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Tottenham í sumar. (Talksport)
Athugasemdir
banner