Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 16:44
Brynjar Ingi Erluson
Sigur hjá Maríu í fallbaráttuslag - FCK skoraði sjö
Kvenaboltinn
María Catharina í leik með Linköping
María Catharina í leik með Linköping
Mynd: Gudmund Svansson
María Catharina Ólafsdóttir Gros og stöllur hennar í Linköping unnu mikilvægan 4-1 sigur á Brommapojkarna í fallbaráttuslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Tímabilið hjá Linköping hefur verið erfitt en liðið hefur ekki gefið upp von á að halda sæti sínu í deildinni.

María lék allan leikinn í fremstu víglínu með Linköping í sigrinum í dag.

Sigur Linköping þýðir að liðið er með 15 stig í næst neðsta sæti, fimm stigum frá Brommapojkarna sem situr í öruggu sæti.

Marie Jóhannsdóttir byrjaði hjá Molde sem vann Asane, 3-1, í norsku B-deildinni. Molde er í 3. sæti með 41 stig, fimm stigum frá toppnum.

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir var á bekknum hjá FCK sem slátraði Esbjerg 7-0 í dönsku B-deildinni. FCK er á miklu skriði og er áfram á toppnum með 20 stig eftir átta leiki. Guðrún Hermannsdóttir kom inn af bekknum hjá Esbjerg þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Esbjerg er í neðsta sæti með 3 stig.

Melkorka Kristín Jónsdóttir kom inn af bekknum hjá B93 sem tapaði fyrir ASA Arhus, 5-1. B93 er í 6. sæti með 6 stig.

Hlín Eiríksdóttir kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Leicester gegn Everton í WSL-deildinni á Englandi. Leicester er í 10. sæti með 4 stig.
Athugasemdir