Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 15:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham ákærður fyrir ummæli í garð dómara
Haaland og Bellingham
Haaland og Bellingham
Mynd: EPA
Dortmund tapaði gegn Bayern Munchen í stórleik umferðarinnar í þýsku deildinni í gær með þremur mörkum gegn tveimur.

Dortmund komst yfir snemma leiks en Bayern fór með 2-1 forystu inn í hálfleik. Haaland jafnaði metin áður en Robert Lewandowski tryggði sigur Bayern með marki úr vítaspyrnu.

Leikmenn Dortmund voru alls ekki sáttir en liðið vildi tvær vítaspyrnur í leiknum. Erling Haaland og Jude Bellingham gagnrýndu dómarann í viðtali við Viaplay eftir leikinn.

Ummæli Bellingham þóttu heldur hörð en hann skildi ekkert í því hvers vegna dómari sem hafði áður verið dæmdur í bann fyrir að þyggja mútur til að hafa áhrif á leik skyldi dæma stærsta leik ársins í deildinni.

„Þú getur horft á margar ákvarðanir í þessum leik en við hverju býstu þegar þú gefur dómara, sem hefur hagrætt úrslitum áður, stærsta leikinn í Þýskalandi," sagði Bellingham.

Hann fékk kæru fyrir þessi ummæli og gæti átt yfir höfði sér bann.
Athugasemdir
banner
banner