Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. desember 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gerrard heldur áfram að gera vel með Aston Villa
Gerrard tók við Aston Villa í síðasta mánuði.
Gerrard tók við Aston Villa í síðasta mánuði.
Mynd: EPA
Aston Villa 2 - 1 Leicester City
0-1 Harvey Barnes ('14 )
1-1 Ezri Konsa ('17 )
2-1 Ezri Konsa ('54 )

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, heldur áfram að gera flotta hluti með Aston Villa. Liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum undir hans stjórn.

Í kvöld fékk Villa lið Leicester í heimsókn á Villa Park og ekki byrjaði leikurinn vel fyrir heimamenn því Harvey Barnes kom Leicester yfir á 14. mínútu.

Forystan var ekki langlíf því varnarmaðurinn Ezri Konsa jafnaði metin þremur mínútum síðar.

Heimamenn virtust vera að taka forystuna rétt fyrir leikhlé þegar Jacob Ramsey kom boltanum í netið, en markið var dæmt af; Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var talinn hafa stjórn á boltanum þegar Ramsey sparkaði honum inn. Þetta var mjög umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt.

Villa lét ekki þessa umdeildu ákvörðun á sig fá og skoraði varnarmaðurinn, Konsa, sitt annað mark snemma í seinni hálfleiknum.

Það reyndist sigurmarkið í leiknum. Eina tap Gerrard til þessa var gegn Manchester City í miðri síðustu viku. Aston Villa er núna komið upp fyrir Leicester í tíunda sæti deildarinnar. Það hefur ekki gengið vel hjá Leicester að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner