Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óttar Magnús á skotskónum - Elías Rafn áfram á bekknum
Óttar Magnús
Óttar Magnús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Sonderjyske og Midjtylland eru komin í undan úrslit bikarkeppninnar í Dannmörku. Sonderjyske vann Hvidovre með einu marki gegn engu en Kristófer Ingi Kristinsson spilaði allan leikinn.

Midtjylland vann Bröndby með tveimur mörkum gegn engu en Elías Rafn Ólafsson var á bekknum á kostnað Jonas Lössl.

Í ítölsku C-deildinni tapaði Siena 3-2 í ótrúlegum leik gegn Ancona-Matelica. Óttar Magnús Karlsson skoraði fyrsta mark Siena. Í B-deildinni var Hjörtur Hermannsson í byrjunarliði Pisa sem vann útisigur gegn Como.

Í Serie A tapaði Venezia í ótrúlegum leik. Liðið var með þriggja marka forystu í hálfleik gegn Verona en fékk á sig fjögur mörk í þeim síðari. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tíman á varamannabekknum.

Albert Guðmundsson sat allan tíman á bekknum í 3-1 sigri AZ gegn Sparta Rotterdam í hollensku deildinni. Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir AC Milan í 3-0 tapi í grannaslag gegn Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner