
Brasilía er nokkuð öruggt áfram í 8 liða úrslit á HM en þegar rúmar 20 mínútur eru til leiksloka gegn Suður Kóreu er staðan 4-0.
Neymar hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en hann kom beint inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik. Vinicius Junior kom Brasilíu yfir en Neymar tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu.
Þetta er þriðja heimsmeistaramótið sem Neymar skorar á en aðeins tveir aðrir Brasilíumenn hafa náð þeim áfanga.
Það eru ekkert lítil nöfn í sögunni en það eru þeir Ronaldo og Pele. Ronaldo skoraði 15 mörk á sínum ferli í 19 leikjum á HM en Pele skoraði 12 mörk í 14 leikjum. Neymar er kominn með 7 mörk í 12 leikjum.
3 - Neymar has become the third Brazilian player to score in three different editions of the World Cup, alongside Ronaldo and Pelé. Pantheon. pic.twitter.com/EDGZqlcgkb
— OptaJoao (@OptaJoao) December 5, 2022