Fram vann Íslandsmeistara Breiðabliks, 3-2, er liðin mættust í fyrsta leik Bose-mótsins um liðna helgi.
Aron Snær Ingason, Egill Otti Vilhjálmsson og Magnús Ingi Þórðarson skoruðu mörk Framara í leiknum en Eyþór Aron Wöhler, sem kom til Blika frá ÍA fyrr í vetur, gerði bæði mörk Kópavogsfélagsins.
Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá myndband af mörkunum sem voru skoruð í leiknum.
Góður sigur hjá Frömurum í fyrsta leik. KR er einnig í riðlinum en KR á leik við Breiðablik á fimmtudag. Víkingur R. og Stjarnan mætast í B-riðlinum á miðvikudag klukkan 19:00 í Víkinni.
Fram 3 - 2 Breiðablik
Mörk Fram: Aron Snær Ingason, Egill Otti Vilhjálmsson, Magnús Ingi Þórðarson.
Mörk Breiðabliks: Eyþór Aron Wöhler (2).
Athugasemdir