
Japanska landsliðið þarf að „berjast eins og samúræjar" þegar það mætir Króatíu í 16-liða úrslitum HM klukkan 15 í dag. Það segir varnarmaðurinn Yuto Nagatomo.
Japan sigraði Spán og Þýskaland og tryggði sér þar með toppsæti E-riðils. Króatía hafnaði í öðru sæti HM 2018.
Sjá einnig:
Þorkell Gunnar spáir í Japan - Króatía
Japan sigraði Spán og Þýskaland og tryggði sér þar með toppsæti E-riðils. Króatía hafnaði í öðru sæti HM 2018.
Sjá einnig:
Þorkell Gunnar spáir í Japan - Króatía
„Við þurfum að sýna hugrekki. Áður en samúræjar fóru í bardaga þá pússuðu þeir vopn sín og reyndu að bæta tækni sína. En ef þú ert hræddur í baradaga þá hjálpa vopnin og tæknin ekki mikið," segir Nagatomo.
Samúræjar voru verðir keisarans í Japans og í þjónustu valdaætta fram undir lok 19. aldar.
„Þetta á líka við um fótboltann. Leikkerfið og tæknileg geta eru mikilvæg en sama hversu mikið við vinnum í að bæta það þá kemur það ekki að neinu gagni ef við erum hræddir."
Athugasemdir