Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Noslin sló Napoli úr bikarnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio 3 - 1 Napoli
0-0 Mattia Zaccagni, misnotað víti ('21)
1-0 Tijjani Noslin ('32)
1-1 Giovanni Simeone ('36)
2-1 Tijjani Noslin ('41)
3-1 Tijjani Noslin ('50)

Lazio og Napoli áttust við í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld og úr varð fjörugur slagur, en þessi lið mætast aftur í toppbaráttu ítölsku deildarinnar um helgina.

Leikurinn í kvöld var nokkuð jafn þar sem Lazio skapaði sér þó fleiri og hættulegri færi og stóð uppi sem sigurvegari þökk sé þrennu hjá Tijjani Noslin, eftir að Mattia Zaccagni klúðraði vítaspyrnu á 21. mínútu.

Noslin skoraði fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu en Giovanni Simeone jafnaði fjórum mínútum síðar. Noslin skoraði þó aftur skömmu síðar eftir frábæra sókn hjá Lazio svo staðan var 2-1 í leikhlé.

Noslin fullkomnaði þrennuna sína í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Zaccagni í netið.

Lokatölur urðu 3-1 og á Lazio næst leik við Inter eða Udinese í 8-liða úrslitum.

Napoli fær tækifæri til að hefna sín á sunnudagskvöldið.
Athugasemdir
banner
banner