Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 09:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maresca gagnrýnir hugarfar Madueke
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: Getty Images
Noni Madueke skoraði bæði og lagði upp þegar Chelsea vann 5-1 sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gagnrýndi samt sem áður hugarfar leikmannsins eftir leikinn í gær.

„Hvað varðar Noni, þá finnst mér hann geta gert mun meira," sagði Maresca eftir leik.

„Þegar hann skorar eða leggur upp og er ánægður, þá fer frammistaða hans að dala."

Madueke hafði verið á bekknum í leiknum áður gegn Aston Villa.

„Ástæðan fyrir því að hann spilaði ekki þar var sú að ég kunni ekki við það hvernig hann æfði. Hann verður að átta sig á því að hann þarf að æfa vel alla daga. Hann verður að vera metnaðarfullur. Hann verður að átta sig á því að hann þarf að leggja meira á sig því hann getur orðið mun betri," sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner