Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. janúar 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buendia: Draumur að spila aftur í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur mikinn áhuga á því að krækja í Emiliano Buendia, sóknartengilið Norwich City.

Buendia hefur verið orðaður við Arsenal undanfarna mánuði en segir að öll sín einbeiting beinist að næstu leikjum Norwich.

Buendia var tekinn úr leikmannahópi Norwich í haust þegar Arsenal reyndi að fá hann en án árangurs. Argentínumaðurinn var þó ekki lengi að jafna sig og segist vita hvað hann vill.

„Það var mikið talað í sumar eftir að við féllum og sagt að ég og aðrir leikmenn værum á leið burt til að halda áfram að spila í úrvalsdeildinni. Það er ekki raunin og ég hef alltaf verið með hausinn hjá Norwich. Ég er leikmaður Norwich og ég geri fyrst og fremst vel fyrir mitt lið," sagði Buendia.

„Við sjáum til hvað gerist í framtíðinni en það er víst að það hefur aldrei vantað uppá einbeitinguna hjá mér. Við erum að spila góðan fótbolta og ég er að njóta mín með því að skora og leggja upp mörk. Mér líður eins og ég sé mikilvægur hér.

„Það er rétt að enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og það er draumurinn minn að spila aftur í henni sem fyrst, hvort sem það verður með mínu liði eða einhverju öðru."

Athugasemdir
banner