Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dani Alves miðjumaður í háklassa á seinni árum ferilsins
Alves leikur í heimalandi sínu með Sao Paulo.
Alves leikur í heimalandi sínu með Sao Paulo.
Mynd: Sara Björk Gunnarsdóttir - Instagram
Sumir eru bara góðir í öllu og svo virðist sem það megi flokka Brasilíumanninn Dani Alves sem þannig manneskju.

Alves átti mjög farsælan feril í Evrópu sem hægri bakvörður, en bestu ár hans voru með Barcelona. Hann lék einnig fyrir Sevilla, Juventus og Paris Saint-Germain í Evrópu.

Árið 2019 sneri hann aftur heim til Brasilíu og gekk hann í raðir Sao Paulo. Þar hefur henn ekki leikið sem hægri bakvörður, heldur miðjumaður.

Hinn 37 ára gamli Alves er búinn að vera gríðarlega flottur á miðjunni í Brasilíu. Hann er ofarlega í tölfræðiþáttum, þar á meðal er hann efstur nákvæmum sendingum í leik, og í þriðja sæti í lykilsendingum í leik.

Þá er hann með hæstu meðaleinkunnina í sínu liði samkvæmt einkunnagjöf SofaScore, en Sao Paulo er á toppi brasilísku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

Þetta minnir eilítið á Philipp Lahm sem var magnaður hægri bakvörður allan sinn feril en endaði ferilinn sem stórkostlegur djúpur miðjumaður undir stjórn Pep Guardiola í Bayern.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner