Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jóhannes Bjarnason (Norrköping)
Mynd: Tiina Pirilä
Finnur erfiður viðureignar
Finnur erfiður viðureignar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar og Bjarni Guðjóns
Rúnar og Bjarni Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie til Norrköping?
Kennie til Norrköping?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann - fyrirmynd.
Björn Bergmann - fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn er sonur Skagamannsins og KR-ingsins Bjarna Guðjónssonar. Jóhannes gekk í raðir Norrköping frá KR fyrir um ári síðan.

Hann er miðjumaður sem á að baki fimm leiki fyrir U17 ára landsliðið og náði að taka þátt í tveimur keppnisleikjum með KR áður en hann hélt í atvinnumennsku. Undir lok tímabilsins 2021 lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið Norrköping.

Sjá einnig:
„Kemur mér mest á óvart við hann að hann er fæddur árið 2005"
Dreymir um að spila með Man Utd og er duglegur í tölvuleikjum

Fullt nafn: Jóhannes Kristinn Bjarnason

Gælunafn: Jói, joey

Aldur: 16

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 1. júní 2020, það var æfingaleikur á móti Keflavík.

Uppáhalds drykkur: coke zero.

Uppáhalds matsölustaður: Just wingin´it og subway.

Hvernig bíl áttu: Ég er ekki með bílpróf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Family guy.

Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta stundum á Kaleo og Jökull þar er góður.

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta lítið á hlaðvörp en kveiki stundum á Innkastinu.

Fyndnasti Íslendingurinn: Fáir fyndnari en bó/Björgvin Stefánsson

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Jóhannes hér er strikamerki fyrir sýnatöku á suðurlandsbraut 34"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Valur

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Finnur Tómas á æfingum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Duoið pabbi og Rúnar.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ragnar Bragi.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi og Björn Bergmann.

Sætasti sigurinn: undanúrslit móti Stjörnunni 2019.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki orðið shuffleboard meistari Norrköping.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd því miður.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Kennie Chopart.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Gísli Björn Bjarnason.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jökull Tjörva sexy.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: fullt af fallegum

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Fat Tom, Finnur Tomas

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima á nosing eða Akranes.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: borða alltaf pasta fyrir leik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: körfubolta og golf

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Reyni að finna mér einhverja gamla skó.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: flestu

Vandræðalegasta augnablik: Kallaði oft á rangstöðu beint úr innkasti í 4. flokki.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ara Skúla til að hafa mikið pláss á eyjunni, Oliver til að hafa allt í standi og Finn Tómas svo hann geti minnst á jákvæðu hliðarnar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er mögulega meðal topp 10 golfara á Íslandi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ari Skúlason útaf því hann er með persónuleika á við 16 ára strák.

Hverju laugstu síðast: að ég væri meðal topp 10 golfara íslands.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hita upp.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spurja Brandon williams um að koma með mér að borða
Athugasemdir
banner