Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins einn markvörður með verri tölfræði en De Gea
Mynd: Getty Images
David de Gea átti ekki gott kvöld í marki Manchester United gegn Everton í kvöld.

Leikurinn endaði 3-3 þar sem Dominic Calvert-Lewin skoraði jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu leiksins. De Gea átti að gera betur í fyrsta marki Everton og hefði hann getað verið agressívari í þriðja markinu.

„De Gea kemur ekki af línunni undir lokin. Þú vilt að markvörðurinn þinn éti sóknarmanninn, taki hann út. Þetta var ekki frábært kvöld fyrir markvörðinn eða varnarmennina," sagði Gary Neville, fyrrum bakvörður Man Utd, á Sky Sports.

Sjá einnig:
Sjáðu mistök markvarðanna, glæsimark Fernandes og dramatíkina í lokin

Squawka vekur athygli á því tölfræði De Gea á tímabilinu sé ekki mjög góð. Af aðalmarkvörðum ensku úrvalsdeildarinnar er aðeins einn markvörður með verri tölfræði þegar kemur að skotum á markið. Það er Rui Patricio, markvörður Wolves. De Gea er búinn að verja 60,9 prósent skota sem hafa farið á mark Man Utd á meðan Patricio er búinn að verja 59,7 prósent.

Everton átti þrjú skot á markið í kvöld og enduðu þau öll inn í markinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner