Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 06. febrúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra Taberner Tomas í Fjarðab/Hött/Leikni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Öflugur liðsstyrkur.
Öflugur liðsstyrkur.
Mynd: Alberto Larrea
Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið því Alexandra Taberner Tomas er búinn að skrifa undir samning við félagið.

Alexandra er spænskur framherji sem spilaði hér á landi með Sindra árið 2019. Þá skoraði hún tíu mörk í 11 leikjum í deild og bikar fyrir Sindra sem lék þá í 2. deild.

Hún var valin lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar 2019.

Núna er hún komin aftur til Íslands og ljóst að hún mun styrkja lið Fjarðab/Hattar/Leiknis mikið. Liðið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra og stefnan núna hlýtur að vera sett á að komast upp í næst efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner