Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 06. febrúar 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Aldur er bara tala fyrir Ronaldo og Pandev
Nýorðinn 36 ára.
Nýorðinn 36 ára.
Mynd: Getty Images
Pandev skoraði tvennu fyrir Genoa.
Pandev skoraði tvennu fyrir Genoa.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo varð 36 ára í gær en í kvöld skoraði hann þegar Juventus þegar Ítalíumeistararnir báru sigur úr býtum gegn Roma á heimavelli.

Ronaldo kom Juventus yfir á 13. mínútu með föstu skoti fyrir utan teiginn. Juventus komst svo í 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Roger Ibanez, varnarmaður Roma, gerði þá sjálfsmark.

Lokatölur 2-0 fyrir Juventus, sem er í þriðja sæti fimm stigum frá toppnum. Juventus á leik til góða á núverandi topplið, Inter. Ronaldo er markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk. Roma er í fjórða sæti.

Þá skoraði Goran Pandev tvennu fyrir Genoa í 2-1 sigri á Napoli. Pandev er 37 ára gamall og er enn í fullu fjöri. Hann er Norður-Makedóníumaður og mun mæta Íslandi í undankeppni HM á þessu ári.

Genoa er í 11. sæti eftir þennan sigur í kvöld. Napoli situr í fimmta sæti en liðið hefði getað farið upp fyrir Roma með sigri í kvöld.

Genoa 2 - 1 Napoli
1-0 Goran Pandev ('11 )
2-0 Goran Pandev ('26 )
2-1 Matteo Politano ('79 )

Juventus 2 - 0 Roma
1-0 Cristiano Ronaldo ('13 )
2-0 Roger Ibanez ('69 , own goal)

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Dramatísk endurkoma Torino
Athugasemdir
banner
banner
banner