Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 16:04
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dramatísk endurkoma Torino
Andrea Belotti skoraði fyrir Torino
Andrea Belotti skoraði fyrir Torino
Mynd: Getty Images
Atalanta og Torino gerðu 3-3 jafntefli í Seríu A á Ítalíu í dag en gestirnir komu til baka eftir að hafa lent 3-0 undir.

Josip Ilicic kom Atalanta yfir á 14. mínútu áður en þýski vinstri vængmaðurinn Robin Gosens tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar. Luis Muriel gerði þriðja mark Atalanta tveimur mínútum síðar og liðið á góðri leið með að tryggja sigurinn eða það leit allt út fyrir það.

Torino vildi þó ekki láta afskrifa sig strax. Liðið fékk vítaspyrnu á 42. mínútu og tók Andrea Belotti spyrnuna en Pierliugi Gollini varði frá honum. Belotti hirti þó frákastið og skoraði.

Kasper Bremer minnkaði muninn í 3-2 undir lok fyrri hálfleiks og það voru ekki nema sex mínútur eftir af leiknum er Federico Bonazzoli jafnaði metin.

Svekkjandi úrslit fyrir Atalanta sem er í 7. sæti með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter.

Á sama tíma unnu nýliðarnir í Spezia lið Sassuolo, 2-1. Francesco Caputo kom Sassuolo yfir á 25. mínútu en gestirnir náðu að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Martin Erlic.

Emmanuel Gyasi reyndist svo hetja Spezia er hann gerði sigurmark liðsins á 78. mínútu og lokatölur 2-1. Spezia er í 15. sæti með 21 stig.

Sassuolo 1 - 2 Spezia
1-0 Francesco Caputo ('25 )
1-1 Martin Erlic ('39 )
1-2 Emmanuel Gyasi ('78 )


Atalanta 3 - 3 Torino
1-0 Josip Ilicic ('14 )
2-0 Robin Gosens ('19 )
3-0 Luis Muriel ('21 )
3-0 Andrea Belotti ('42 , missed penalty)
3-1 Andrea Belotti ('42 )
3-2 Kasper Bremer ('45 )
3-3 Federico Bonazzoli ('84 )
Athugasemdir
banner
banner