Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. febrúar 2021 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: KR skoraði sex mörk á hálftíma
Úr leik KR og Þróttar síðasta sumar.
Úr leik KR og Þróttar síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 6 - 0 Þróttur R.
1-0 Ingunn Haraldsdóttir ('60)
2-0 Kristín Sverrisdóttir ('66)
3-0 Díana Mist Heiðarsdóttir ('73)
4-0 Kristín Erla Ó Johnson ('74)
5-0 Hildur Björg Kristjánsdóttir ('84)
6-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('89)

KR gekk heldur betur á lagið í seinni hálfleik gegn Þrótti í leiknum um þriðja sætið í Reykjavíkurmóti kvenna í dag.

Staðan var markalaus í leiknum alveg fram á 60. mínútu. Eftir klukkutíma leik skoraði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, fyrsta markið í leiknum.

Á síðasta hálftíma leiknum skoraði KR alls sex mörk. Ásamt Ingunni, voru Kristín Sverrisdóttir, Díana Mist Heiðarsdóttir, Kristín Erla Ó Johnson, Hildur Björg Kristjánsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir á skotskónum.

Lokatölur voru 6-0 fyrir KR, sem leikur í Lengjudeild kvenna næsta sumar. Þróttur spilar í Pepsi Max-deildinni áfram eftir að hafa haldið sér uppi í fyrra.

Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi með 2-0 sigri á Fylki í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner