Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. febrúar 2023 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Kolbrún Tinna í Víking (Staðfest)
Kolbrún Tinna er komin í Víking.
Kolbrún Tinna er komin í Víking.
Mynd: Víkingur
Kolbrún Tinna ásamt John Andrews þjálfara Víkings.
Kolbrún Tinna ásamt John Andrews þjálfara Víkings.
Mynd: Víkingur

Víkingur tilkynnti í morgun að Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir sé gengin í raðir félagsins frá Fylki þar sem hún hefur verið undanfari ár. Hún gerði tveggja ára samning við félagið. Víkingur er í Lengjudeild kvenna og hefur verið að styrkja lið sitt að undanförnu.


Kolbrún Tinna er leið heim í vor, eftir fimm vetra dvöl í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið í háskólanámi undanfarin ár ásamt því að spila fótbolta.

Kolbrún Tinna hóf sinn fótboltaferil í Grafarvoginum og spilaði með Fjölni upp yngri flokka og lék með þeim sinn fyrsta leik í meistaraflokki 14 ára gömul, henni var þá skipt inn á, í leik á móti HK/Víkingi. Alls spilaði hún 17 leiki fyrir mfl. Fjölnis árin 2014 og 2015, þá enn gjaldgeng í 3.fl.

Hún skipti yfir í Stjörnuna síðla sumars 2015, án þess þó að spila mfl. leik með þeim það árið. Hún var hins vegar í liðinu sem varð Íslandsmeistari ári seinna og skoraði mark í sínum fyrsta leik í Pepsí-deildinni. Alls lék hún 42 leiki með sigursælu liði Stjörnunnar á árunum 2016-2019 ásamt 9 leikjum með Haukum í Pepsí sumarið 2017, þegar hún var lánuð tímabundið til þeirra.

Tímabilin hafa hins vegar verið stutt síðustu ár, þar sem hún hefur þurft að vera mætt í háskólaboltann upp úr miðju sumri! Þar byrjaði hún með liði Arkansas University veturinn 2018/2019, en hefur síðan verið á mála hjá Georg Mason University og nú á síðasta tímabili 2022/2023 sem fyrirliði liðsins.

Kolbrún Tinna gekk til liðs við Fylki í byrjun sumars 2020 og hefur spilað með þeim síðan, fyrstu tvö árin í Pepsí-Max-deildinni, en á síðasta sumri í Lengjudeildinni, alls 25 leiki.

Kolbrún Tinna, sem lengst af hefur spilað sem miðvörður, býr að mikilli reynslu úr efstu deild en jafnframt af 24 leikjum með yngri landsliðum Íslands U16, U17 og U19.


Athugasemdir
banner
banner
banner