Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mário Rui rifti við Napoli - Á leið til Bandaríkjanna?
Mynd: EPA
Bandaríska félagið FC Dallas er í samningsviðræðum við portúgalska bakvörðinn Mário Rui eftir að hann fékk að rifta samningi sínum við ítalska stórveldið Napoli.

Rui er 33 ára gamall og spilar sem sókndjarfur vinstri bakvörður. Hann á yfir 200 leiki að baki fyrir Napoli en þar áður lék hann meðal annars fyrir Empoli og Roma í efstu deild ítalska boltans.

Rui lék 12 A-landsleiki fyrir portúgalska landsliðið eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin.

Antonio Conte þjálfari Napoli taldi sig ekki hafa nein not fyrir Mário Rui og því samdi félagið við leikmanninn um að binda enda á samninginn áður en hann rynni út.

Rui hefur ekki komið við sögu með Napoli á yfirstandandi tímabili en spilaði 28 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð. Hann spilaði einnig 28 leiki fyrir félagið fyrir tveimur tímabilum þegar Napoli hampaði langþráðum Ítalíumeistaratitli.
Athugasemdir
banner
banner