Búið er að færa leik Leiknis og ÍBV í Lengjubikarnum sem átti að vera í kvöld. Liðin mætast á Domusnova-vellinum í Breiðholti klukkan 17 á miðvikudag.
Eyjamenn unnu FH 5-1 í gær og hefðu því átt að leika tvo leiki í röð ef tímasetningin hefði staðið.
Einn leikur fer fram í íslenska boltanum í kvöld. ÍR og Álftanes eigast við í C-deild kvenna en sá leikur hefst klukkan 19:00 á ÍR-vellinum.
Leikir dagsins:
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
19:00 ÍR-Álftanes (ÍR-völlur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir