Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Missti varla af leik hjá Atletico en annað upp á teningnum hjá Arsenal
Mynd: EPA
Thomas Partey skoraði í 3-2 endurkomusigri Arsenal gegn Bournemouth á laugardag. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan gegn Brentford fyrir tæplega mánuði síðan. Partey hefur glímt við meiðsli en er orðinn heill heilsu að nýju. Meiðslin eru ekki hans fyrstu frá því hann kom til Arsenal frá Atletico Madrid haustið 2020.

Sjö sinnum hefur hann átt kafla þar sem hann missir af leikjum vegna meiðsla og eru þeir orðnir alls 39 talsins. Það er rúmlega fimm sinnum meira en hann missti af á fimm árum hjá Atletico, þar missti hann einungis af sjö leikjum.

„Ég held að þetta tengist aðlögun. Ef þú ferð úr annarri deild, þá er eðlilegt að eitthvað gerist. Ég er að vinna í öllu, er að gera mitt besta. Ég er að reyna hjálpa liðinu þegar ég get það. Þegar ég er klár og heill, þá verð ég klár í að hjálpa liðinu," sagði Partey við football.london.

Markið hans var fyrsta mark Arsenal í endurkomunni sem Reiss Nelson fullkomnaði í lok uppbótartíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner