Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Mjög ósanngjörn úrslit
Luis Enrique er fullur sjálfstrausts fyrir seinni leikinn á Anfield.
Luis Enrique er fullur sjálfstrausts fyrir seinni leikinn á Anfield.
Mynd: EPA
Luis Enrique var svekktur eftir 0-1 tap PSG á heimavelli gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

PSG var sterkari aðilinn og óð í færum en tókst ekki að skora framhjá Alisson Becker sem var í banastuði.

„Það er erfitt að líta aftur á þennan leik núna. Við áttum skilið að sigra það leikur ekki vafi á því. Þetta er mjög svekkjandi, þeir áttu eitt skot og skoruðu eitt mark. Við vorum mikið betri heldur en Liverpool," sagði Enrique eftir lokaflautið.

„Besti leikmaður andstæðinganna var markvörðurinn þeirra. Þetta eru mjög ósanngjörn úrslit. Ég er stoltur af frammistöðu strákanna en núna þurfum við að einbeita okkur að seinni leiknum.

„Við erum tilbúnir fyrir Liverpool, auðvitað getum við snúið þessu við á útivelli. Við ætlum að gera okkar besta til að sigra einvígið. Við höfum engu að tapa."

Athugasemdir
banner
banner
banner