Forráðamenn Paris Saint-Germain eltu ítalska dómarann Davide Massa í göngunum í hálfleik í gær og létu hann heyra það.
Massa var með flautuna á Prinsavöllum í leik þar sem PSG hafði mikla yfirburði án þess að skora. Liverpool vann á endanum 1-0 útisigur í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Það voru umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og þegar dómararnir voru á leið til klefa sást Luis Campos, íþróttastjóri PSG, öskra á dómarana.
Massa var með flautuna á Prinsavöllum í leik þar sem PSG hafði mikla yfirburði án þess að skora. Liverpool vann á endanum 1-0 útisigur í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Það voru umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og þegar dómararnir voru á leið til klefa sást Luis Campos, íþróttastjóri PSG, öskra á dómarana.
Það atvik sem gerði Frakkana hvað reiðasta var þegar þeir vildu fá rautt spjald á Ibrahima Konate fyrir að brjóta á Bradley Barcola rétt fyrir utan teig.
Margir furða sig á því að VAR dómarinn Aleandro Di Paolo hafi ekki ráðlagt Massa að fara í skjáinn og skoða atvikið aftur.
„Flestir spekingar eru sammála um að þetta hafi verið augljós mistök dómarans sem hefði átt að skoða atvikið aftur og lyfta upp rauða spjaldinu,“ segir í grein Football-Italia.
Athugasemdir