Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 20:36
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes segir að Orri Steinn hafi breytt leiknum gegn Man Utd
Mynd: EPA
TNT Sports sýndi beint frá viðureign Real Sociedad gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Man Utd og enska landsliðsins, starfar sem sérfræðingur hjá TNT og ræddi meðal annars um Orra Stein Óskarsson að leikslokum.

Orri Steinn, framherji Real Sociedad, kom inn af bekknum á 63. mínútu og klúðraði dauðafæri áður en hann átti góða marktilraun í uppbótartíma, sem André Onana varði meistaralega.

Scholes telur innkomu Orra af bekknum hafa breytt leiknum fyrir Sociedad og nefnir einnig Sheraldo Becker í því samhengi, en hann kom inn á 80. mínútu og sprengdi upp hraðann.

„Sóknarleikur Sociedad var frekar hægur þar til Becker og Óskarsson komu inn. Þeir breyttu leiknum," sagði Scholes meðal annars í útsendingu TNT Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner