Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 06. apríl 2024 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Veit ekki hvort ég eigi að hrósa Pablo
'Þetta var kaflaskipt og þeir nýttu færin'
'Þetta var kaflaskipt og þeir nýttu færin'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pablo Punyed stoppaði för Örvars í fyri hálfleik með því að stíga fyrir hann.
Pablo Punyed stoppaði för Örvars í fyri hálfleik með því að stíga fyrir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þá er stór dómur ef þú ætlar að dæma.'
'Þá er stór dómur ef þú ætlar að dæma.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hörkuleikur, bæði liö áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Það var ekki endilega færi sem þeir skora úr í fyrra markinu, en þeir nýta sitt og okkar skot fer í stöng. Þetta var kaflaskipt og þeir nýttu færin. Ég er sáttur með sumt, en mér fannst við lengi í gang og hægir í fyrri hálfleik. Mér fannst við samt skapa fín færi," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir tapið gegn Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

„Þeir voru miklu meira með boltann í fyrri en mér fannst við vinna svolítið á í seinni hálfleik. Það kom rosa kraftur og við tökum svolítið við okkur."

Stjarnan átti góðan kafla um miðbik seinni hálfleiks en þeim kafla lauk með öðru marki Víkings.

„Mómentið var með okkur og það var svekkjandi (að fá mark í andlitið). Ég hafði frekar á tilfinningunni að þetta væri að koma hjá okkur, fannst við vera búnir að taka yfir. Stundum er það þannig og við lærum af því."

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, fór af velli í hálfleik. „Ég veit ekki hvernig það lítur út, við sjáum til hvað gerist. Ég held þetta sé ekket mjög alvarlegt."

Stór dómur ef það er dæmt
Jökull var spurður út í tvö atvik í leiknum, atvikið þegar Örvar Eggertsson lá eftir viðskipti við Pablo Punyed og svo glímu Emils Atlasonar og miðvarða Víkings. Einu sinni kallaði Jökull á fjórða dómara leiksins að þeir þorðu ekki að dæma þegar honum fannst brotið á Emil.

„Mér fannst dómgæslan allt í lagi, held að allir hafi verið að gera sitt besta. Pablo er klókur í þessu, hann veit hvenær dómararnir eru farnir að horfa framhjá honum, þegar mómentið er farið fram úr honum. Það er þá sem hann beitir þessum brögðum. Ég hélt að dómarar væru aðeins farnir að lesa inn á það. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja vel gert hjá honum."

„Í hinu atvikinu fannst mér hann bara taka Emil niður. Það var enginn annar varnarmaður sýndist mér eftir og þá er stór dómur ef þú ætlar að dæma. Mér fannst það aukaspyrna."


Vill að menn sleppi af sér beislinu
Jökull vill að sýnir menn sleppi af sér beislinu.

„Mér fannst við vera of mikið í 'shape-i', hefðum kannski mátt pressa meira í fyrri hálfleik. Þá hefðum við kannski haft meira af boltanum."

Handavinnumistök við skýrslugerð
Af hverju voru tvær breytingar á skýrslunni eftir að hún var fyrst opinberuð?

„Það hafa bara verið einhver handavinnumistök hjá þeim sem fylltu út. Nei, engin taktík," sagði Jökull.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner